Öldungaráð

Ég legg til að við skorum á nokkra af okkar lífsreyndu hugsuðum að koma saman og mynda öldungaráð til leiðsagnar fyrir þjóðina.

Ráðið verður að vera skipað mönnum sem eru hafnir yfir allan vafa hvað varðar eigin hagsmuni.

Ráðið mun ekki hafa neitt vald annað en áhrifavald. Það mun aðeins starfa í umboð framtíðar þjóðarinnar og allra hennar barna.

Við þurfum einhvern til að leggja fram góðar tillögur sem almenningur getur stutt og þar með lagt línurnar fyrir stjórnmálamenn því þeir munu ekki geta staðið gegn því sem fólkið vill ef hugmyndir eru settar saman í möguleg kerfi og framkvæmanlegar stefnum sem hafa stuðning fólksins. Nú sem stendur er allt fullt af góðum hugmyndum á lofti. Þær eru sundraðar og þó þær séu góðar þá er ekki þar með sagt að við treystum öllum flutningsmönnum. Það er eins með hugmyndir og menn að sameinaðar standa þær en sundraðar falla þær.

Öll sú gerjun sem fram fer er tvístruð og þarfnast viturra manna til að greina í sundur og setja saman í heildir sem hægt er að ræða.

Lýðræði hefur falist í því að velja menn eða réttara sagt flokka. Hvað með það að setja fram hugmyndir og kjósa um þær? Má það ekki einu gilda hver samþykkir lög ef það eru góð lög?

Öldungaráðið á ekki að framkvæma neitt aðeins setja hugmyndir fram.

Ég skora á Njörð P. Njarðvík til hafa forystu um að velja með sér menn í slíkt ráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Jakobsson

Höfundur

Ólafur Jakobsson
Ólafur Jakobsson
Áhugamaður um samfélagið okkar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband